Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
13.8.2008 | 01:21
Glæsilegur umhverfisráðherra
Ég var á fundinum sem umhverfisráðherra boðaði á Húsavík og kannast ekki við það sem fram kemur í fréttinni að hún hafi ekki svarað spurningum fundarmanna. Þvert á móti voru svör ráðherra einstaklega skýr í öllum atriðum, og lýsti hún skilmerkilega þeim forsendum sem lágu að baki úrskurði hennar um sameiginlegt mat framkvæmda sem tengjast álverinu á Bakka. Eftir að hafa hlustað á útskýringar hennar finnst mér ástæða til að fagna úrskurðinum. Nú er von til þess að heildstætt mat fáist á framkvæmdinni, - álveri OG orkumannvirkjum. Hvaða vit væri líka í öðru?
Þórunn ræddi við Húsvíkinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |